Alþingisreiturinn

Greinin birtist upphaflega á miðlum Kjarnans 16. janúar 2016. Á þeim tíma vildi þáverandi forsætisráðherra að nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis við Vonarstræti yrði eftir gömlum teikningum Guðjóns Samúelssonar að stúdentagörðum á sama stað.

https://kjarninn.is/skodun/2016-01-16-althingisreiturinn/

Hug­myndir hæst­virts ­for­sæt­is­ráð­herra um upp­bygg­ingu á Alþing­is­reitnum og í Kvos­inni almennt hafa verið mikið til umræðu und­an­far­ið. Áhugi Sig­mundar Dav­íðs á mál­inu er ­at­hygl­is­verður þó ég telji hug­myndir hans í raun byggja á fremur skamm­sýnn­i hug­mynda­fræði. Gjörn­ingar Sig­mundar hafa þó í það minnsta hleypt af stað líf­legri umræðu um stöðu arki­tekt­úrs og borg­ar­skipu­lags á Íslandi í dag. Um­ræð­unni ber að fagna og mun von­andi verða vexti Kvosar­innar og borg­ar­inn­ar allrar til góðs þegar fram líða stund­ir.

Sögu­lega vídd og vægi staðar er ó­mögu­legt að skapa uppúr engu. Slíkt ger­ist ein­ungis með tíma og atburð­u­m. ­Upp­haf byggðar á Íslandi er grafin í jörðu Kvosar­innar og hér varð Reykja­vík­ ­borg. Þessi saga er dýr­mæt og helsta ástæðan fyrir óum­deil­an­legu aðdrátt­ar­afli mið­bæj­ar­ins. Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir á svæð­inu stað­festa það.

Hin sögu­lega vídd mið­borg­ar­inn­ar ­felst í því hvernig hver kyn­slóð hefur markað sitt spor á svæðið og nýtt eft­ir þörf hvers tíma; end­ur­skil­greint notkun þess og þróað hús af húsi. Þessi vit­neskja er marg­falt verð­mæt­ari en fals­aðar eft­ir­bygg­ingar munu nokkurn tím­ann verða. Bygg­ing gam­alla stúd­enta­garða mun þannig engu bæta við sögu­lega vídd mið­borg­ar­innar og heldur ekki minjar í bíla­kjöll­urum og skilti.

Alþing­is­reit­ur­inn

Menn­ing er ekki bara eitt­hvað sem er gam­alt og við­ur­kennt heldur stöðugt streymi sköp­un­ar. Að draga teikn­ing­ar Guð­jóns Sam­ú­els­sonar uppúr skúff­unni er því ekki ein­ungis alvar­leg van­trausts­yf­ir­lýs­ing á sam­tím­ann heldur einnig smættun og van­virð­ing við alla 20. aldar bygg­ing­ar­arf­leið okk­ar. Með öðrum orðum gerir slík aðgerð bæði lít­ið úr allri þeirri kunn­áttu sem við búum yfir í dag og lokar aug­unum fyrir þeim verð­mætum sem sköpuð hafa verið síðan Guð­jón sat á skóla­bekk. 100 ára gaml­ar teikn­ingar Guð­jóns úti­loka sam­tal sam­tím­ans við aðra snill­inga 20. ald­ar­inn­ar og þeirra góðu verk. Hvernig stúd­enta­garða hefðu Högna, Sig­valdi eða Mann­freð teiknað fyrir Alþingi?

Að ætla fyr­ir­framá­kveða ­bygg­ing­ar­stíl til­tek­innar bygg­ingar með stjórn­valds­á­kvörðun er því ekki ein­ung­is slæm og afar vara­söm stjórn­sýsla heldur gerir það lítið úr bygg­ing­ar­arf­leið okkar sem heild. Slík stjórn­sýsla gerir að engu hæfni íslenskra arki­tekta til­ að túlka stað­ar­and­ann og sækja sér inn­blástur í eldri bygg­ing­ar. Bygg­ingar sem raun­veru­lega geta talist íslenskar fremur en sá síð­klass­íski stíll sem teikn­ing Guð­jóns ber keim af. Í raun má segja að jafn­vel Guð­jón og hans byggðu verk séu úti­lokuð úr jöfn­unni með þessum hætti. Háskóli Íslands og Þjóð­leik­húsið eru ekki til sam­kvæmt hug­mynd Sig­mund­ar.

Skoðum tvö góð og bók­staf­lega nær­tæk­ustu dæmin um góðar borg­ar­bygg­ingar sem bygg­ing á Alþing­is­reitnum mun ­sjálf­krafa eiga í sam­tali við. Odd­fell­ow­hús­ið; byggt árið 1931 eftir teikn­ing­um Þor­leifs Eyj­ólf­sonar húsa­meist­ara. Ráð­hús Reykja­vík­ur; fyrsta verk Studi­o Granda og tekið í notkun 1994. Tvær afar ólíkar bygg­ingar sem geyma þó hvor á s­inn hátt vís­bend­ingar um hvað góð bygg­ing á Alþing­is­reitnum gæti staðið fyr­ir.

Odd­fell­ow­húsið er snemm módernísk funkis bygg­ing í eigu fremur lok­aðra félaga­sam­taka. Útlit þess er ein­falt, ein­kenn­ist af láréttum og hreinum línum í anda þeirra stíl­brigða sem voru að ryðja sér til rúms í Evr­ópu á milli­stríðs­ár­un­um. Odd­fellow er borg­ar­hús. Stendur þétt upp við göt­una og væntir nágranna sem fylla útí götu­mynd­ina fram að næsta götu­horni. Það er lát­laust en virðu­legt. Frag­ment úr borg­inni sem Reykja­vík hefur lengi verið ætlað að verða.

Ráð­húsið er á hinn bóg­inn há-­póst­módernísk opin­ber bygg­ing. Stakstætt hús ein­angrað í horni Tjarn­ar­inn­ar. ­Sést víða að og hefur mjög sterka nær­veru í borg­inni. Sam­tímis er bygg­ingin þó létt og inni­bjóð­andi. Götu­lífið rennur inn og ígegn og virkjar þannig húsið sem hús fólks­ins. Á horni Von­ar­strætis og Tjarn­ar­götu opn­ast svo borg­ar­ráðs­sal­ur­inn út í borg­ina og minnir borg­ar­full­trúa á að sá sem stendur í pontu hverju sinn­i er full­trúi fólks­ins sem stendur úti á horni. Póst­módernísk sjálf­krítík par ex­el­ans.

Nýbygg­ing á Alþing­is­reitnum gæt­i verið góð blanda af því besta sem ein­kennir þessa tvo stoltu full­trúa síns ­tíma. Veg­legt borg­ar­hús sem fyllir út í möl­ina. Fag­leg opin­ber bygg­ing byggð ­sam­kvæmt hug­myndum um sjálf­bærni, gegn­sæi og lýð­ræði í nútíma sam­fé­lagi. Hús ­sem virkjar almennt götu­líf í Von­ar­stræti með opinni og lif­andi jarð­hæð þar sem létt­ara prógrammi er skeytt saman við hið öllu alvar­legra hlut­verk Alþing­is. Að lokum myndi ég sjálfur bæta við hring­stiga, bleikum vegg og rak­ara­stofu. En það eru bara per­sónu­leg stíl­brigði sem þið getið úti­lokað ef þið vilj­ið.

Fyr­ir­myndir eru mik­il­vægar

Ef ­vandað verður til verka á Alþing­is­reitnum er ég hand­viss um að þar muni rísa á­huga­verð og góð bygg­ing sem mun setja mark sitt á borg­ar­um­hverf­ið. Slíkt mun þó ekki ger­ast nema ef ferlið frá Alþingi til fram­kvæmdar sé heilt í gegn. Til­ að svo geti orðið þurfum við að treysta á og bera virð­ingu fyrir þeim ferlum sem við höfum búið okkur til í opnu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þing­menn setja lög­. ­Arki­tektar teikna hús. Rak­arar klippa hár. Al­þingi er merkasti verk­kaupi á land­inu. Ef for­sæt­is­ráð­herra vill raun­veru­lega hvetja til fag­legra og vand­aðra vinnu­bragða á Alþing­is­reitn­um, Kvos­inni og ­bygg­ing­ar­geir­anum almennt þarf Alþingi að setja skýrt for­dæmi í sínum eig­in fram­kvæmd­um. Slíkt for­dæmi felst í að bera virð­ingu fyrir eigin tak­mörk­unum og ­sér­þekk­ingu ann­ara en einnig að ganga til verks með opnum og jákvæðum hug. Al­þing­is­reit­ur­inn er kjörið tæki­færi fyrir áhuga­fólk á þingi um arki­tektúr og ­skipu­lags­mál að vera öðrum fram­kvæmda­að­ilum góð fyr­ir­mynd. Með því að leggja raun­veru­legan metnað í verk­efnið frá upp­hafs­skrefum þar til fram­kvæmda kem­ur ­gætu skrif­stofur Alþingis orðið öðrum til eft­ir­breytni. Það verður ekki gert ­með því að ákveða fyr­ir­fram útlit verk­efn­is­ins áður en nokkur veit í raun um hvað það snýst.

Hver sá ­sem að lokum hreppir verkið mun án efa þekkja til sögu svæð­is­ins sem og hversu ­vanda­samt það verður að sætta þau ólíku sjón­ar­mið sem fram hafa komið og mun­u á­fram vera hávær. Að ætla flýja þá umræðu með því ákveða útlit húss­ins á Al­þingi er hug­mynda­fræði­leg skamm­sýni og van­traust á getu sam­tím­ans til að ­leysa verk­efn­ið.

Núver­and­i kyn­slóð íslenskra arki­tekta er full­kom­lega treystandi til að sjálfs­á­kvarða hvaða inn­blástur við sækjum okkur í mótun borg­ar­inn­ar. Hvort sem það er Morg­un­blaðs­höll­in, Perlan, Bern­höft­s­torfan, Hlemm­ur, bíla­stæða­húsið á Hverf­is­götu, mósaíkverk Gerð­ar, Tim­ber­land­búðin eða Guð­jón S. í öllu sín­u veldi; fyrir og eftir 1918. Af nógu er að taka. Að treysta núver­andi kyn­slóðum fyrir Alþing­is­reitnum er menn­ing í sjálfu ­sér og besta leiðin til að sýna verkum eldri kyn­slóða virð­ingu. Byggjum þar ­veg­legt nútíma borg­ar­hús, skil­greinum okkar eigin notkun á svæð­inu og veit­u­m næstu kyn­slóð reyk­vískra borg­ar­húsa inn­blást­ur. Höf­undur er arki­tekt.

Previous
Previous

MEIRI BORG

Next
Next

Blog Post Two