Áherslur

 

Undanfarin ár hef ég lifað og hrærst í skipulagsmálum borgarinnar samhliða því að starfa sjálfstætt sem arkitekt. Það er einlæg sannfæring mín að á vettvangi skipulagsmálanna sé lagður grunnur fyrir mörg af mikilvægustu málefnum samtímans. Með góðu borgarskipulagi getum við stuðlað að góðu, mannvænu og sjálfbæru borgarumhverfi, eflt almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta, jafnað tækifæri íbúa til njóta kosta borgarinnar og aukið jöfnuð í samfélaginu. 

Meiri borg er betri borg.