Borgarlínan er mikilvægasta verkefni áratugarins á höfuðborgarsvæðinu.

Mikilvægt er að stutt verði við verkefnið á öllum stigum og það framkvæmt af sama metnaði og settur hefur verið í undirbúning þess á liðnum árum.

Borgarlínan er ekki einungis lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur felast í tilkomu hennar tækifæri til að auka gæði byggðarinnar þar sem hún mun liggja.

Nýjar tengingar milli hverfa og borgarhluta munu verða til sem má út eldri huglæg mörk og stytta fjarlægðir og í raun draga allt höfuðborgarsvæðið saman í eitt samfellt borgarsamfélag.

Ég hef seinustu tvö ár haft mikla aðkomu að undirbúningi Borgarlínunnar. Ég var annar sérfræðinga Reykjavíkur sem komu að gerð Frumdragaskýrslu Borgarlínunnar og í kjölfarið hef ég haldið utan um alla skipulagsvinnu tengdri undirbúningi hennnar.

Allar helstu upplýsingar um Borgarlínuna - leiðanet, framkvæmdatíma, útfærslur og fleira - má kynna sér á borgarlinan.is